gengur bara betur næst

miðvikudagur, janúar 25, 2006:



tølvukúrsinn í fullum gangi.. gerdi thad ad verkum ad ég missti af "opinni"prufu fyrir "skruen strammes" eda "turn of the screw" (benjamin britten). medlimir af ungopera.dk hafa thess kost ad geta fengid ad mæta á opnar prufur og sérvidburdi, thó yfirleitt á skólatíma svo ég hef átt erfitt med ad komast :/

strætó í morgun gekk ekki. strætóbílstjórarnir tóku upp á thví ad halda fund kl. 7 ad morgni sem dróst frameftir morgni, fáránlegt! their voru pirradir yfir hversu illa/ekkert er skafid nú thegar byrjad er ad snjóa, á íslandi myndi thessi snjókoma varla teljast snjókoma! their eru óvanir drífunni thessir blessudu økumenn. spurning hvort their hafi lagt nidur vinnu allan daginn? en ég hafdi nú verid ad spá í ad labba heim hvort sem er enda mjøg stillt og í raun fallegt vedur.

en já, hér ad ofan og nedan má sjá "afrakstur" tølvukúrsins (auto-viz) sem ég er á. fyrri "renderingin" er búin til med "skylight"-sól, "area light" og "omni lights" (minnir mig ad thau heiti) og løgud til í photoshop á eftir og sú seinni er "mental ray rendering".


vignir freyr // 2:30 e.h.
______________________

þriðjudagur, janúar 24, 2006:

Talandi um TILVILJUN. já, viti menn, LIFE is FULL of surprises! ;) Thad er hérmed stadfest ad "íbúdin" mín tilvonandi á øresundskollegíinu er tilvonandi fyrrum íbúd jóhønnu himinbjargar hauksdóttur, skólasystur minnar og vinkonu med meiru :) Vid vorum búin ad vera ad djóka med thetta ad ég gæti hugsanlega fengid íbúdina hennar thegar hún flytur í stærra og thad reyndist svo vera hreinasti sannleikur. Thad er nú ekki verra, thá get ég allavega verid viss um ad ég er ekki ad fara ad flytja inn í kakkalakkaíbúd :P sagan segir ad krøkkt sé af theim í vissum hlutum kollegísins og kvikindin hafi borist med økologisku grænmeti (eflaust frá svíthjód, their eru svo náttúruvænir ;) og nád ad fjølga sér í sódalegustu íbúdunum, ullabjakk!

en já, er á tølvukúrs ennthá, á fullu ad "rendera" setja ljós á módel og vinna í photoshop. frekar svona rólegt og threytandi til lengdar. Helgin var rosa fín, hygge og aftur hygge, hygge med eythóri á oscar á føstud. vídjóhygge yfir "voksne mennesker" og "en kort en lang" ásamt íslensku ofurskvísunum af ødru árinu (elín komst thví midur ekki :P) og óvænt afmæli arnars á sunnudeginum, ég vissi ekki af thví fyrr en thá! fórum út ad borda á peder oxe ásamt hinum dansk-íslenska kjartani og kíktum adeins út á eftir med thomasi vini arnars og kjartans. allt saman mjøg huggulegt og ég var duglegur og mætti (næstum) á réttum tíma í skólann í gær :)

gerdi svolítid af mér, keypti mér skó rétt fyrir lokun í magasin í gær! vid hrafnhildur rømbudum fimm mínútum fyrir lokun á "young trend" deildina á efstu hædinni, hún fór ad máta peysur á fullu og ég skó, hehe.. madur vard ad taka ákvørdun 1 2 og 3 thví øryggisverdirnir voru komnir ad henda okkur út, svo vid ákvádum ad skella okkur á thessi kjarakaup! (enda 20 prósent slutspurt aukaafsláttur!) ég var nú búinn med útsølukvótann en hvad getur madur gert, ég vard ad réttlæta veru mína í búdinni eftir lokun med thví ad smella mér á skóparid :P koma sér vel thegar fer ad vora.

moleskine dagbækurnar - hreinn unadur! :)
fann loksins moleskine dagbók og thad í ordning og reda í magasin. Tharf náttúrulega ad vera svo skipulagdur, og thessar dagbækur/skissubækur eru hreinn unadur!

jæja.. back to the rendering business!

vignir freyr // 2:01 e.h.
______________________

miðvikudagur, janúar 18, 2006:

magnaðar fréttir
eftir langa og stranga bið eftir kollegíherbergi þá fékk ég loks úthlutað einu slíku á hinu víðfræga kollegíi, öresundskollegíinu. Það er fyrir þá sem ekki vita staðsett hér á amager, ekki svo langt frá því sem ég ég bý núna. þess má einnig geta að þetta umrædda kollegí er það stærsta sinnar tegundar í Danmörku og hefur í gegnum tíðina verið heimili margra stúdenta. Það herbergi sem ég fékk úthlutað er um það bil 20 fermetrar að stærð, með 2 fermetra stóru (litlu) baði og 2 fermetra stóru (pínulitlu) eldhúsi sem einnig gegnir því hlutverki að vera inngangur herbergisins (hinnar agnarsmáu "stúdíóíbúðar"). Herbergið sjálft er 13 fermetrar og sosum ekki yfir því að kvarta. Einhverjir velta því eflaust fyrir sér, "en hvað með höllina? tietgenkollegíið".. já, það verður ekki tilbúið fyrr en seint og um síðir - danirnir gera mistök eins og annað fólk og eiga það til að treina sér hlutina..

þó finnst mér tietgenkollegíið ívið kræsilegri kostur en öresundskollegíið, plúsarnir við það síðarnefnda eru þó að ég er með lítið eldhús inná herberginu, það er mun ódýrara og það er greiðari aðgangur að hinni ýmsu þjónustu en aðalókosturinn við tietgenk. er að þar deilir maður eldhúsi með 10 manns.

en já, 15. febrúar ætti ég að fá afhendan lykil (nema eitthvað komi nú uppá - sem væri nú alveg týpískt).

hér fylgir plan íbúðarinnar:



og mynd að utan:


en já, meðan ég man.. helgin síðasta var æði :) takk fólk og þó sérstaklega arnar og flosi fyrir laugardagskvöldið! ;)

vignir freyr // 5:40 e.h.
______________________

föstudagur, janúar 13, 2006:

var að koma heim af fredagsbar.. úff mar. barinn byrjaði um leið og krítík lauk en það var strax klukkan 15:00, klukkan er nú að nálgast 00:00 :P semsagt 9 tímar síðan barinn byrjaði. Troðfullt var á barnum strax uppúr fjögur (á auglýstum opnunartíma) en ástæðuna má rekja til þess að þetta var fyrsti fredagsbar eftir jól og fólk þyrst í bjór - verðið var ekki í verra lagi, þ.e. 3 fyrir 20 dkr. reyndar harboe bjór (einna ódýrastur hérna) en það er ýmislegt sem maður sættir sig við í félagsskap vina og vandamanna. Helstu ókostirnir eru þó hversu mikið er reykt á þessum börum, eins slæm og loftræstingin er í skólanum! það verður ólíft á deildinni í viku á eftir! bekkurinn minn er sem betur fer að fara á tölvukúrs og það ekki fyrr en á þriðjudaginn, svo maður sleppur vel í þetta skiptið :)

jæja, ætli maður fari ekki að drífa sig í háttinn.. reyndar í fyrra lagi (aldrei þessu vant), klukkan ekki nema rétt rúmlega miðnætti! :P

vignir freyr // 10:48 e.h.
______________________

fimmtudagur, janúar 12, 2006:

hvurslags lúxuslíf sem maður lifir þessa dagana..

var að enda við að borða sneið af EKTA sacher tertu .. nammi namm. Hjörtur og Magnús lánuðu nefnilega austurrískum tengdaforeldrum ingibjargar (stökumeðlims með meiru) íbúðina yfir jólin og skildu eftir sig tandurhreina íbúð, mozart kúlur og sacher tertu. Magnús lagði til að sacher tertan yrði snædd í kvöld til að halda upp á það að ég hafi loks fengið nýjar bremsur á hjólið mitt (það þarf oft ekki merkilegt tilefni!) en ég bætti nú við annarri ástæðu til að fagna, en það eru velheppnaðar verslunarferðir að undanförnu. ég hef nefnilega gert ansi góð kaup á útsölunum sem eru í gangi hérna, kaupmannahöfn stendur svo sannarlega undir nafni eins og stendur. Afraksturinn felst í frakka, gallajakka, converse skóm, skyrtu og 3 bolum :) en ástæða þess að ég gat yfirhöfuð verslað mér á útsölunum er sú að ástkærir foreldrar mínir gáfu mér "gjafabréf" í afmælisgjöf (takk fyrir mig!) svei mér þá ef það er ekki bara dekrað enn meira við mann eftir maður flytur að heiman! ;)

gennemgang á skissuverkefni á morgun og svo tekur helgin við með sínum ævintýrum. Strákarnir eiga von á gestum frá svíþjóð svo hver veit nema þeir komi með góða skapið með sér :)
Staka treður svo upp á laugardaginn á afmæli "dansk-islandsk samfund" í menningarhúsinu á BRYGGEN. Vigdís Finnboga (hin eina og sanna) verður á staðnum ásamt Einari Má Guðmundssyni rithöfundi. Ef einhver íslendingur væri eðalborinn væri hann eflaust á staðnum, en Vigdís er væntanlega næst því sem kemst því að vera "drottning Íslands". Svo er nú aldrei að vita nema einhver úr dönsku kóngafjölskyldunni "dúkki" upp ;)

vignir freyr // 9:43 e.h.
______________________

miðvikudagur, janúar 11, 2006:


vignir freyr // 7:50 e.h.
______________________

föstudagur, janúar 06, 2006:

horft fram á veginn..
(á myndinni eru, kaja, jóhanna og ég - tekin í afmæli helga í september 2004 - vá hvað tíminn flýgur!)



..já, er það ekki það sem maður gerir svona í upphafi árs. Er svona við það að komast í danska gírinn, talandi um gíra, þá þyrfti eflaust að stilla gírana á hjólinu mínu eitthvað, þeir eru allavega hálfleiðinlegir :P og ég þyrfti einnig að skipta um bremsuklossa til að ég fari mér ekki að voða. Maður er ekki alveg vanur svona viðhaldi á hjólum, enda hafði maður varla stigið fæti á hjólið síðan áður en maður fékk bílpróf! en hér í köben er maður ekki maður með mönnum nema maður ferðist um á umhverfisvænan hátt :)

en já, það er allavega einkennilegt að vera kominn út aftur, maður er ekki alveg tilbúinn til að takast á við skólann, fengum úthlutað skissuverkefni þann 4. janúar síðastliðinn og sem betur fer gat maður valið um að vinna sjálfstætt, get ekki boðið fólki upp á að vinna með mér akkúrat núna en það er spurning um að kíkja á útsölurnar um helgina til að fríska mann við svona í grámyglunni?

Eva var hérna hjá mér í nótt, greyið svaf ekki nema tvo tíma áður en hún flaug hingað (kannast við það! :P) en við tókum því rólega, kíktum í H&M þar sem hún hefur ekki aðgang að soleiðis í MALAGA .. en þetta var voða huggulegt, takk fyrir að kíkja við eva mín :) vaknaði til að kveðja evu í morgun en ákvað svo að vera ekkert að stilla vekjaraklukkuna, ætlaði aðeins að leggja mig en ég rankaði við mér á hádegi! en það var kominn tími til að ég svæfi almennilega, var nefnilega ekki búinn að sofa nógu vel síðan ég kom hingað út :P

góða helgi og gleðilegan þrettánda! jólin eru formlega yfirstaðin..

vignir freyr // 3:34 e.h.
______________________

fimmtudagur, janúar 05, 2006:

gledilegt nýtt ár øllsømul! :)
takk fyrir yndislegan tíma á íslandi, leitt ad geta ekki hitt alla, en thad er takmarkad sem áorkar á adeins tveimur vikum. útskriftin hans brósa, útskriftarbod høllu, afmæli, thorláksmessa, jólin med tilheyrandi jólabodum, kóræfing, (velheppnadur:) konsert! og áramót. já, dagskráin var théttskipud, nádi thó ad troda í mig einni pylsu milli thess sem kjaftad var, bordad og sofid.

en allavega, tími til kominn ad rjúfa bloggthøgnina med krassandi fregnum frá køben, eda eru thær svo krassandi? thær verda thad væntanlega thegar madur verdur búinn ad hrista af sér fyrstu-daga-skólathreytuna! :)

annars hefur thetta gengid hálfbrøsuglega svona fyrstu dagana.. svaf nánast ekkert fyrstu nóttina hérna (hvad thá nóttina fyrir flugid - flaug kl. 7.30 ásamt ester)
thegar ég ætladi ad hjóla í skólann kom ég ad rydgudum lásnum, gat ekki opnad hann, tók metro og strætó og kom thar af leidandi adeins of seint í skólann :P

er svo ad fara ad taka á móti henni evu vinkonu á eftir, hún ætlar ad vera hérna fram á morgun, en thá flýgur hún til spánar :) spurning hvad vid gerum okkur til dundurs? kannski efni í kræsilega søgu?

..to be continued

vignir freyr // 9:59 f.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives