gengur bara betur næst

mánudagur, mars 27, 2006:

Er eðlilegt að verða flökurt á því að lesa?
Mér flökrar í augnablikinu við að lesa "kompendíið" fyrir "tirsdagsrækken", fyrirlestrarröð dauðans sem nær yfir tvö ár og í fyrsta skipti í sögu skólans míns á að hafa próf í næstu viku. Ég er að lesa núna texta þar sem annað hvert orð er fræðilegt, hér kemur dæmi:

"Det spirituelle træk, der findes i romantisk kunst omkring år 1800, synes ikke så fremherskende i den efterfölgende eklekticisime, hvor naturen ofte optræder i en domesticeret form i f.eks. væksthuse eller som harmlös ornamentik."

Er ykkur ekki líka orðið flökurt? Ég er að reyna að glósa þetta og þýða yfir á íslensku. Er ekki alveg að ganga eins og gefur að skilja.. hehemm..

annars þá var helgin góð. Árshátíð Stöku og kirkjukórsins, þar sem Queens Delight komu fram (vakti þó nokkra lukku :) og svo var það kokteilakvöld hjá Flosa á laugardag (endað í afmæli á Pan). Sunnudagurinn fór að mestu í afslappelsi, fór þó og sótti hjólið til Flosa og horfði á nokkra þætti með honum, peter og arnari :)

Lestrarfrí var í skólanum í dag. Ég svaf allt of lengi, náði þó að fara og athuga með húsaleigubætur og svo plataði bekkjarsystir mín hún Ann Kristin mig í sund. Syntum 1,2 kílómetra. Mikið eða lítið? Veit ekki, sundferðir mínar í gegnum tíðina hafa einkum verið með fókus á hið félagslega og hef ég tekið meiri þátt í heitupottamenningunni en hinni eiginlegu sundmenningu. Þar sem nánast enga heitupotta eru að finna hérna í Danaveldi þá er lítið annað hægt að gera en að synda þegar farið er í sund, sem er jákvætt að nokkru leyti. Heitupottaumræðurnar fara fram á knæpum borgarinnar sem skýrir að hluta drykkjusiði landans.

En já, tirsdagsrækken bíður, á morgun er það svo Workshop með Force4 arkitektum, þá sömu og gerðu hið lofaða BOASE verkefni (ef það segir ykkur eitthvað? :p)

vignir freyr // 6:45 e.h.
______________________

miðvikudagur, mars 22, 2006:

Aftur hefur vaknað upp svo von að sönghópurinn sem áður gekk undir nafninu Lady Queens ft. Óskar Wild, þar áður Candy Floss for the Queen en nú Queens Delight komi með Comeback! já, eftir miklar mannaskiptingar (fyrst kom svafa, a.k.a red hot spice, svo kom telma - barbarella og nú loks regína (sem enn hefur ekki hlotið viðurnefni við hæfi, en hún hæfir sönghópnum afar vel). Mikil leynd hvílir yfir þessu öllu saman en eitt er víst að mannaskipan í öðrum röddum sönghópsins hefur haldist óbreytt síðan síðast (Candy Flos(i), Hrafnhildur (hrfff) og moi).

Árshátíð Stöku og kirkjukórsins á föstudag á kollegíinu sem kennt er við Öresund.

Stay tuned.

vignir freyr // 10:16 e.h.
______________________

miðvikudagur, mars 15, 2006:

hversu margir geta státað af því að eiga þvottakörfu með 3 ára ábyrgð :P
var að fjárfesta í þvottakörfu fyrr í dag, fékk hana á góðum prís, nokkuð stílhreina og fína úr möttum málmi og með svörtu loki. birti kannski mynd af henni við tækifæri ;)

fyndið að vera að blogga um þvottakörfu en halló?! 3 ára ábyrgð? hehe.. hvað er málið með það?

vignir freyr // 8:04 e.h.
______________________

mánudagur, mars 13, 2006:

mánudagar til mæðu?
ég er allavega búinn að vera helvíti þreyttur í dag. Hópverkefni (er ekki komið gott af þeim?) - þurftum að byggja sameiginlegt landslagsmódel fyrir workshop og gera verkanalyse fyrir kúrs sem við erum á (er ekki nóg komið af kúrsum?) já, talandi um að hafa nóg að gera. heyrði reyndar af því að krakkarnir á deild 9 eru á autocad námskeiði frá 17-21 þessa vikuna. langir dagar semsagt.

helgin var annars góð. takk öllsömul sem gáfu sér fært að verja með mér tíma :) við arnar slógum í gegn á Le Freak á pan, vöktum athygli fyrir afar flott dansspor .. hehe ;) Le freak eru fyrir þá sem ekki vita mánaðarleg partý að erlendri fyrirmynd. oftar en ekki "leigður" dj og dansarar frá London, staðurinn skreyttur (í þetta skipti voru listamenn með innsetningar) og það er nokkuð margt fólk sem mætir.
Aðalmálið var þó hversu duglegir við Hjörtur vorum að baka á laugardaginn - bökuðum fjórfalda uppskrift af gulrótarköku, notuðum ekta vanillustangir í kremið og ökologiskan sítrónubörk (við viljum ekkert ógeð í okkar krem!) og svo var pönnukökupannan mín vígð. Við sáum semsagt um kökukaffið fyrir stöku í jónshúsi á sunnudaginn :)

borðuðum líka dýrindis mat (ég, magnus og hjörtur) á laugardagskvöldið og horfðum á www.melodifestivalen.se og sáum come-backið hennar mjög-svo-hysterísku-CAROLU sem vann eurovision hér um árið, hún hafði mikinn sannfæringarkraft þegar hún söng lagið "evighet" og svei mér þá ef hún verður ekki þáttakandi svíþjóðar í fyrrnefndri keppni.

nú ætti ég að vera rosalega duglegur að skissa og koma með magnaða hugmynd að plani að nýjum byggingarhluta í Veksö en það gengur treglega :/ enda kannski ekki furða, lítið sofið um helgina og nú er klukkan farinn að ganga tólf (að miðnætti) og bráðum kominn háttatími. hrafnhildur kom og eldaði með mér í kvöld (hún sá nú um megnið af eldamennskunni nema hvað, ég ristaði brauð, skar lauk og papriku.. skellti svo í jarðarberjasjeik/bragðaref í nýja flotta blandaranum mínum! frosinn jarðaber, nýmjólk, smá sykur og knas súkkulaði (súkkulaði með litlum kornkúlum) - bragðaðist afar vel! (er fólk komið með vatn í munninn?)

á döfinni er svo æfingaferð með stöku í árósum, finnlandsferð (og stutt stopp í stokkhólmi) í lok apríl/byrjun maí og Nord atlantisk korfestival hér í köben um miðjan maí.. verkefnaskil koma svo þarna á víð og dreif!

well, aftur að skissa..

vignir freyr // 9:51 e.h.
______________________

sunnudagur, mars 05, 2006:

Velkomin inn á heimilið mitt! :)
fleiri myndir hér!
já, þann tíma sem ég hef ekki verið upp í skóla hef ég reynt að nota í að koma mér fyrir hérna í litlu kollegíkytrunni minni. mér finnst hún satt best að segja alveg passleg að stærð (glugginn stækkar herbergið nú ansi mikið eins og sést á myndunum). Í vikunni sem leið hef ég meðal annars farið á "ikeafyllerí" þó kom ekkert áfengi þar við sögu aðeins sænskar kjötbollur, búsáhöld og húsgögn og reyndar komu þar einnig við sögu þeir öðlingar (og fyrrum samleigjendur mínir) magnus og hjörtur og svo má ekki gleyma henni ester sem veitti afar faglega ráðgjöf. Það kemur mér á óvart að það sem ég hef keypt inn upp á síðkastið hefur flest allt verið frekar mjúklega formað allt að því hringlótt (mætti líkja við sixties-stíl) nú ætti hún halla mín að vera ánægð með mig þar sem ég er vanalega frekar "square".
ég er frekar fúll þó að fallegi blenderinn minn sem ég keypti í hinu víðfræga (en þó mjög svo lokal) amagercentri virkar bara engan veginn.. vona ég geti skipt í nýjan - það er allnokkur hætta á að hann verði nefnilega uppseldur á morgun :(

í gær var svo fyrsta matarboðið.. en það voru tveir meðlimir queens delight, þau óskar wild og hrafnhildur drottning býflugnanna. við/(hrafnhildur átti nú mestan partinn) elduðum nokkuð góðan kjúlla, spiluðum manna og horfðum á eina og hálfa vídjómynd, ekkert smá huggulegt.

en planið er núna að fara í innflutningskökuboð til hennar jóhönnu! má ekki vera of seinn, ef ég þekki hana rétt hefur hún hrært í dýrindis vöfflur! :)

vignir freyr // 1:41 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives