gengur bara betur næst

þriðjudagur, maí 30, 2006:

Helv.. hjólavandræði. Eftir afar langan dag upp í skóla í gær þá kem ég að hjólinu mínu og sá að framdekkið var loftlaust. Það var ekki möguleiki á þessum tíma sólarhrings að fá pumpað í það þar sem öll hjólaverkstæði voru lokuð . Velti fyrir mér hvort það væri ekki bara sprungið og ákveð að kanna það nánar. Ég arka á shell, bensínstöð sem er hérna nálægt kollegíinu og þeir áttu ekki einu sinni til bætur! en ég fékk lánað verkfærasett og bætur hjá helga og eftir mikið basl náði ég að komast að slöngunni, en þrátt fyrir mikið dútl, pumpa í slönguna, leggja í vatn o.s.frv. þá komst ég að þeirri niðurstöðu að það væri ekki sprungið. Pumpaði aðeins í slönguna og lét standa yfir nótt, virðist sem það sé ekki gat á henni, allavega þegar ég vaknaði í morgun. Þannig að ég setti allt heila klabbið saman og fór og pumpaði almennilega í hjólið (á hjólaverkstæði), veit ekki hvort ég sé ímyndunarveikur en ég held svei mér þá að eftir allt saman sé sprungið á því!

Hef ekki tíma fyrir svona kjaftæði, kíkji á það á eftir og ef það er loftlaust skutla ég því á hjólaverkstæði áður en ég fer á stökuæfingu!

aðeins vika í skil! (skilum miðvikudag og krítík, miðvikudag fimmtudag)

vignir freyr // 9:55 f.h.
______________________

mánudagur, maí 29, 2006:

Helgin var kósí.. vídjókvöld á föstudag með arnari, bæjarrölt með hildigunni, hallveigu, finnboga og vinum hans. endaði svo í einum bjór á skara (oscar - bar/café) ásamt eyþóri, viðari, arnari og sífellt bættust fleiri í hópinn. ég var þó staðráðinn í því að fara "snemma" í háttinn svo ég yfirgaf samkvæmið á skikkanlegum tíma. sunnudeginum var eytt í að reyna að koma mér í lærdómsstuð, ég endaði með að horfa á lokaþætti ALIAS seríunnar, alias-no-more. skrýtin tilfinning, þar sem ég hef horft á hvern einn og einasta þátt í þessar 5 seríur sem þættirnir hafa lifað. verð að segja samt að þátturinn var upp á sitt allra besta í fyrstu 2-3 seríunum, svo dalaði hann aðeins en var á nokkuð góðri leið með að ná fyrri hæðum þegar ákveðið var að hætta framleiðslu. Alias - rest in peace. Mæli með að fólk næli sér í fyrstu seríurnar og kynni sér það sem ég er að tala um :) Þættirnir hafa allt, húmor, spennu, drama (nóg af því!), persónusköpunin í fyrirrúmi og já, J.J. Abrams sá hinn sami og skapaði LOST skapaði ALIAS :)

en já, verð víst að koma mér að verki, skil eftir rúma viku .. aaargg! á soldið mikið eftir :P og tónleikar stöku í Bymuseum, nú á miðvikudag, 31.maí kl. 19. be there!

vignir freyr // 10:05 f.h.
______________________

fimmtudagur, maí 25, 2006:

Setlistinn fyrir madonnutónleikana :) lýst bara feiknavel á! fáum að heyra flest lögin á nýju plötunni !

Future Lovers
I Feel Love
Get Together
Like A Virgin
Jump
Live To Tell
Forbidden Love
Issac
Sorry
Like It Or Not
I Love New York
Ray Of Light
Let It Will Be
Drowned World
Paradise (Not For Me)
Music Inferno
Erotica
La Isla Bonita
Lucky Star
Hung Up

vignir freyr // 2:10 e.h.
______________________

mánudagur, maí 22, 2006:

jæja.. þá er tóta snúin heim til birmingham og eurovision (jólin) á enda. Get svo svarið það, fékk svona fiðring í magann síðasta fimmtudag, var í skólanum og gat ekki einbeitt mér. Tilfinningin var svipuð þeirri og þegar maður var krakki og gat ekki sofnað á þorláksmessu af spenningi fyrir jólunum og öllum pökkunum :) já, það má deila um það hvort ég var/er skrýtinn eða ekki?? en ég hef saknað þessarar tilfinningar soldið. ég hef líka sjaldan fylgst jafnvel með eurovision eins og í ár, hlustaði samviskusamlega á öll lögin (viðurkenni að sum þeirra hélt ég reyndar ekki út fyrr en á sjálfum keppniskvöldunum) og það var spáð og spökulerað í hlutina, maður er búinn að fylgjast grannt með ævintýrum silvíu og mig grunar að sama hafi verið upp á teningnum á litla íslandi, það skorti allavega ekki innslögin í fréttir og kastljósi frá aþenu.

Eurovisionteiti ársins var haldið hjá flosa, það var grillað í rigningunni (að íslenskum sið) og við flosi, vopnaðir bjartsýni létum það ekki á okkur fá þó svo að nágrannarnir horfðu út um eldhúsgluggana og hristu hausinn .. en við beittum fyrir okkur hugvitinu og útsjónarseminni, dekkuðum yfir grillið með regnhlíf og héldum þar af leiðandi lífi í kolunum.

en ég er sáttur við úrslitin, það var annaðhvort Lordi eða Silvía ;) reyndar kom Úkraína með Tinu Karol í fararbroddi mér allrækilega á óvart. Þjóðlegt og skemmtilegt atriði, vantaði ekki gleðina hjá henni Tinu. Ekki man ég eftir að það hefði áður verið farið í snú snú á sviðinu :)

Carola var einnig einlægari en oft áður í flutningi sýnum á invincible, hún gerði hvað hún gat til að brosa í gegnum botox grímuna sína.

Smá svekktur yfir að noregur og danmörk voru ekki hærri, þau verða þá "memm" í forkeppninni á næsta ári ;)

en já, skil eftir rúmar tvær vikur og ég ætti að fara að koma mér að verki!

vignir freyr // 1:29 e.h.
______________________

miðvikudagur, maí 17, 2006:

gleðilegan norskan þjóðhátíðardag..

það helsta í fréttum er að ég er KOMINN MEÐ VINNU Í SUMAR! :) verð að þjóna á útikaffihúsinu á gammel torv/nytorv sem tilheyrir veitingahúsinu
Domhuskælderen..
..Byrja um leið og ég klára skólann eða rétt eftir 8.júní.

er annars að mygla uppí skóla, lausnin á verkefninu mínu lætur soldið á sér standa og aðeins þrjár vikur í lokaskil!

Síðasta helgi fór í Nakf kóramótið, ansi skemmtilegt bara! nýja verkið eftir hana aviaju var líka svona hressilegt, með máva-, trillu(bátsmótor)- og ölduhljóðum.. you have to hear it to believe it ;)

framundan eru svo stökutónleikar, miðvikudag 31.maí í Bymusseet á vesterbro. Allir að mæta! tónleikarnir hefjast kl. 19.00 :)

var að skoða finnlandsmyndir.. hendi hérna inn tveimur að gamni :)



ég, anki (ann kristin) og anne fyrir utan farfuglaheimilið í PORI.



Frida - með 6 arma og 6 fætur! undarlegir hlutir eiga sér stað í finnlandi, heimkynnum múmínálfanna ! ;)

vignir freyr // 2:46 e.h.
______________________

þriðjudagur, maí 09, 2006:

Eftir að hafa stigið um borð í (og í sum oftar en einu sinni):
strætó
lest
ferju
rútu
sporvagn
flugvél

þá er ég kominn heim úr hektískri, lærdómsríkri og gott ef ekki skemmtilegri lærdómsferð til Finnlands, meðal viðkomustaða voru Turku, Pori, Lahti, Tampere, Jyväskulä (hvernig sem það er nú skrifað!) og að sjálfsögðu Helsinki. Hér með staðfestist að ég hef farið í finnska gufu og stokkið ofan í vatn sem enn var frosið að nokkru leyti (þó gerðumst við ekki svo kræf að fara alveg finnsku leiðina svo fólk hafði nú sundskýlur eða annað til að skýla sínu allra heilagasta)..


á myndinni má sjá eitt af frægari verkum Alvar Aalto's, Tekniska Skólann í Helsinki

..það var nánast ekkert sofið í þessari ferð, hver mínúta var notuð til hins ítrasta þar sem margt var að sjá og upplifa..


Ég og kjarnakvendið Ann Kristin Eriksen deildum herbergi í Helsinki á Eurohostel :) við erum nokkuð sammála um að finnska næturlífið er ekki upp á marga fiska, erfitt að dæma þó þar sem við höfðum bara eina helgi, staðirnir icebar (uniq) var einn sá hallærislegasti í manna minnum (gast borgað 10 evrur til að drekka drykk inní frystiklefa! það var þó eina (sniðuga?) við staðinn) og helsinkiclub var, þrátt fyrir flotta hönnun, ekki upp á marga fiska (þjónustan var í algjöru lágmarki! hef aldrei lent í annarri eins freðýsu á bar (lesist: barþjónkan var algjör hálfviti!)). en allavega..

..Nú þegar maður er kominn aftur í skólann gefst enginn tími til að slaka á, lokaskil nálgast eins og óð fluga (aðeins 4 vikur!) og það er ýmislegt annað á döfinni í maímánuði en skóli.. NAKF - nord atlantisk korfestival er núna um næstu helgi og helgina á eftir er svo eurovision og engin önnur en hún tóta litla tindilfætta ætlar að heiðra okkur flatlendinganna með nærveru sinni :)

svo er ég ekki frá því að ég sé orðinn örlítið stressaður fyrir sumrinu, enda ekki alveg komið á hreint með vinnumál. var búinn að lofa sjálfum mér að stressa mig ekki því þessir hlutir eiga það til að reddast þegar á hólminn er komið.. talandi um hólmann, þá er erfitt að sitja inni hérna í arkitektaskólanum á holmen, sólargeislarnir stríða manni með því að skína svo skært að maður fær nánast ofbirtu í augun.. já, sumarið er komið í köben ! enda kominn tími til. Langar mest að skella mér niður á strönd eða útí ísbúð..

..en það bíður betri tíma. viðtal við kennara á morgun og ég verð að hrista út úr erminni minni fyrir morgundaginn íbúðarplan í 1:200, snið í sama máli og helst skissumódelum líka. þess má geta að ég er einungis í stuttermabol þessa stundina svo erfitt getur reynst að hrista eitthvað úr þeirri ermi.

vignir freyr // 11:03 f.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives