gengur bara betur næst

mánudagur, júlí 24, 2006:

það er opinberlega staðfest að sú sem er yfirmaður minn úti á torgi nú í ágústmánuði er vanhæfur stjórnandi.. í fyrsta lagi gerði hún allt sem í hennar valdi stóð til að fá frí í gærdag/kvöld, hún átti að vera að vinna inni á veitingastaðnum - lausnin varð sú að hún tók eina stelpu af torginu og setti hana inn, sem þýddi að við áttum að vera tveir eftir úti á torgi. Þið getið rétt ímyndað ykkur að hafa einn inni í skúrnum að gera drykkjarvörur og einn úti á torgi með vel yfir 50 borð og hátt í 100 gesti. Það endaði með að við lokuðum restaurantnum inni og höfðum einungis opið úti. Til þess að staðfesta vanhæfnina hjá áðurnefndum yfirmanni þá mætti hún ekki til vinnu í morgun (fékk sms frá steffí, samstarfsmanni/konu minni) en þá hafði yfirm. sagt við hana: "jeg plejer ikke at få hangover, men..". Í ofanálag þá er hún búinn að setja sig einungis á dagvaktir í ágúst og við, restin af starfsfólkinu (þ.e.a.s. þeir sem ekki eru í fríi) eigum að taka þær vaktir sem eru eftir, sem eru yfirleitt 12-luk, 11-luk og 16-luk.

annars er margt búið að ganga á í vinnunni, einn af kokkunum var rekin (eða "sagt vinsamlegast að fara af vakt og koma aldrei aftur") enda beitti hann einn af uppvöskurunum andlegu (og nánast líkamlegu) ofbeldi, sagðist vera "yfir" og hann kallaði yfirþjónanna öllum illum nöfnum. Hvað er málið?!

nú er ég í 1-dags fríi, reyna að hlaða batteríin fyrir 12-luk, 16-luk, 11-luk törnina mína næstu þrjá dagana en svo er það þriggja daga frí enda brúðkaup hjá kristjáni berg og sólveigu - mútta og pápi kíkja við í heimsókn :)

vignir freyr // 8:09 f.h.
______________________

þriðjudagur, júlí 18, 2006:

Tími til kominn að koma með smá færslu svo þið fáu sem ennþá nenna að kíkja við á bloggið fáið eitthvað fyrir snúðinn ykkar :)

já, jazzfestivalið er loksins búið í kaupmannahöfn sem þýðir það að álagið í vinnunni ætti að minnka eitthvað, en þó ekki mikið þar sem enn er veðrið eins og á sólarströnd. Ég ætti ekki að vera að kvarta en ég myndi alveg þiggja einn dag með rigningaskúri og þrumuveðri (eins og spáð var um daginn en kom aldrei!) þá gæti maður verið innipúki án samviskubits.

Það sem hefur á daga mína drifið upp á síðkastið er m.a. Grill hjá Eyþóri í tilefni komu Jóa og Péturs til landsins en eftir það héldum við Arnar og Hjörtur á Jamie Cullum tónleika í tívolí, ekkert smá fínir tónleikar, og jamie kallinn (eða drengurinn réttara sagt) er mjög líflegur á sviði. Vann á laugardag en kíkti í barnaafmæli til Steffí (hún vinnur með mér) en dóttir hennar Hafrún Hekla átti afmæli. Þar voru bornar fram kökur og heitur réttur (að íslenskum sið) en eftir það kíkti ég með Hirti og Magnúsi á ítalskan veitingastað. Gerði tilraun til að fara út á lífið með Hirti, Eyþóri og Arnari en ég var búinn á því eftir allar vinnutarnirnar sem á undan höfðu gengið. Við Hjörtu flúðum hitann á sunnudeginum og fórum á Pirates of the Caribbean 2 - urðum ekki fyrir vonbrigðum, ekta poppkornsmynd á ferðinni. Lost maraþon og íslenskur grjónagrautur í félagsskapi með Magnusi um kvöldið. erum ennþá að reyna að klára aðra seríuna..

..Náði að kíkja á útsölur í gær með áðurnefndum Magnúsi og Hirti. Hafði upp úr krafsinu tvenna boli, skyrtu og peysu. Splæsti svo í eitt stk. blaðagrind í R.O.O.M.

Vinna á eftir en frí á morgun og hinn. Er farinn að lengja eftir almennilegu fríi, en það eru ekki nema þrjár vikur að ég kíkji við á Íslandinu góða ;)

vignir freyr // 10:14 f.h.
______________________

fimmtudagur, júlí 06, 2006:

Lífið þessa dagana snýst um vinnu.. vinnan getur á köflum verið líkamlega og andlega þreytandi, enda erum við yfirleitt undirmönnuð og starfsfólk á köflum vanhæft með meiru, sbr. sláninn og á köflum dívan á staðnum (sem annars er oft hægt að hlægja að/með) en í gærkvöldi var ég að vinna með þeim báðum. Þ.e. eins og það renni ekki blóð upp í heilann á slánanum sem sligast um og gerir sér ekki fullkomlega grein fyrir öllum þeim verkum sem eftir er að vinna, finnst manni á köflum að maður sé að vinna tvöfalt verk og lítur þetta afar illa út fyrir kúnnan, sem þýðir svo aftur minna "tips". Íslenska slúðurvaktin eða íslenska mafían eins og sumir á veitingastaðnum vilja kalla mig, ástu og steffí - við virðumst geta unnið saman, á íslenska vísu ;) Mikil virðing er borin fyrir íslensku vinnuafli bæði á staðnum mínum og á Radisson SAS þar sem Eyþór vinnur í félagi við margan íslendinginn.
Daninn virðist nokkuð hissa yfir því afhverju í ósköpunum þeir eru svo frábrugnir okkur sjálfstæða fólkinu. Ein ástæðan sú er að danir forðast að taka á sig ábyrgð, þeir fara ekki út fyrir "sitt svæði" og ef mistök eru gerð er það ekki einstaklingurinn sem gerði mistök "við gerðum mistök". Flest dönsk ungmenni nenna heldur ekki að vinna á sumrin, þau fá jú sumarstyrkt (SU) frá ríkinu. Ég, eins bjartsýnn og ég er að eðlisfari reyni að líta á björtu hliðarnar og lít á sumarið sem frekari innsýn inn í danskt samfélag. Launin eru jú, eins og gengi krónunnar er í dag, hærri en ég myndi fá á Íslandi og lít ég á það sem plús, ég tek mér með góðri samvisku tveggja vikna frí í ágúst og ég tala nú ekki um helgarfríið til amsterdam þar sem madonna er rúsínan í pylsuendanum :)

Starfsmannadjamm var á síðasta sunnudag, fengum nú hálfgerða VIP meðferð. Morgunmatur á veitingastaðnum og svo var haldið með bát út í eyju, þar sem virki var reist af Christian IV (held barasta sá sami og lét gera Rundetårn). Þar var opinn bar, farið í ratleik inní virkinu og ég settur í hóp með eigandanum, dívunni og tveimur öðrum. Endaði með að við unnum, og það 20 mín. áður en leikurinn átti að vera búinn. Dívan talaði ekki um annað restina af deginum hversu góður ég hefði verið á kortinu - hvað get ég sagt? lítur út fyrir að kort séu eitthvað sem ég kem til með að vinna með alla ævi ;) deginum var svo eytt á lítilli strönd við virkið og endað í svaka grilli. Mjög ljúfur dagur, vægast sagt.

"pimpaði" upp Dankortið mitt (fyrirframgreitt kreditkort, það eina sem er tekið í flestum búðum hérna og ég þurfti að bíða í sex mánuði eftr) fékk semsagt VISA fyrirframgreitt Dankort, sem þýðir að ég get notað það ef ég vil versla á netinu eða í útlöndum - ekki vit í öðru ef maður fær sín laun í Danmörku í sumar, en þetta var meira mál en að segja það - en gekk að lokum.

Annar hlutur sem ég var að fá mér er vifta! með tveimur hraðastillingum, það er ekki annað hægt í þessari hitabylgju sem ríður yfir landið þessa dagana (ef ég á að segja eins og er þá finnst mér aðeins of heitt..)

well, vinna á eftir (meika það varla, sláninn og ofvirka stelpan að vinna) Eftir kvöldið í gær var þó fengið leyfi fyrir að það verði settur einn starfsmaður aukalega, en það verður ekki fyrr en síðar :P

vignir freyr // 10:43 f.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives