gengur bara betur næst

fimmtudagur, ágúst 31, 2006:

í síðustu viku: ísland
í gær: köben
í dag: amsterdam
á mánudag: MADONNA!

ef ykkur leiðist meðan ég er í burtu getiði alltaf opnað myspace-síðu ;)

slóðin að minni er:
www.myspace.com/madonnusykur

vignir freyr // 7:21 f.h.
______________________

miðvikudagur, ágúst 23, 2006:

Í tilefni Madonnufarar - smá grín í boði "French og Saunders" sú síðarnefnda hefur gert garðinn frægan í "absolutely faboulus"..


vignir freyr // 1:15 f.h.
______________________


vignir freyr // 12:46 f.h.
______________________

þriðjudagur, ágúst 22, 2006:

Tíminn líður trúðu mér, taktu maður var á þér..

já, það styttist í að maður hverfi af landi brott aftur til flatlendisins, land alvöru sumars og "hygge". þarf því miður að vinna nokkrar vaktir - eftir afslappelsið hérna á íslandi þá nenni ég ekki að setja mig í vinnugírinn til þess eins að skipta aftur yfir í ferðagírinn þann 30. ágúst þar sem haldið verður til amsterdam. Þarf svo eftir það að setja mig allrækilega aftur í skólagírinn þann 5.september þar sem ég kem til með að missa af fyrstu kennsludögunum :P

en já, afsleppelsi er þema íslandsferðarinnar að þessu sinni, var alveg ógurlega menningarlegur á laugardaginn var - kíkti á hina ýmsu tónleika og skoðaði hönnun - tók svo strætó áður en maður sogaðist inní ómenninguna. nóg var tekið á því helgina áður, hehemm :P

er núna nett spenntur, stressaður en á sama tíma fullur eftirvæntingar.. ég spái því að komandi vetur verði skemmtilegur og huggulegur en gera má ráð fyrir að hann verði einnig nokkuð strembinn, enda bachelor gráða framundan. ekki má gleyma að ég er að fá nýjan nágranna, sú kemur til með að búa nokkrum hæðum fyrir neðan mig, og þá meina ég akkúrat fyrir neðan mig! spurning um að halda cosmokvöld hið snarasta, vöffluboð eða pönnukökuboð væri líka góð hugmynd :) (fyrir forvitna þá er nýji granninn engin önnur en hún Kaja mín, arkitektanemi með meiru).

vignir freyr // 4:39 e.h.
______________________

miðvikudagur, ágúst 09, 2006:

Fékk hrós í dag..

..frá tveimur ítölum sem kváðu kaffið sem ég gerði vera það besta sem þau höfðu smakkað (fyrir utan ítalskt kaffi auðvitað), þau höfðu víst verið á einhverji alheimssiglingu og allstaðar fengið vondan espresso.. gaman að heyra svona rétt áður en maður klárar vaktina og fer í tveggja vikna leyfi :) ég er þá ekki búinn að missa niður súfistataktana ;)

hitti svo hann Stebba frænda og Línu kærustu hans, fórum og fengum okkur léttan snæðing á Kalaset (sem er nýji "heiti" staðurinn í köben) og ég þau koma til með að gista hérna hjá mér í nótt. Orka samt ekki að taka þvottinn af snúrunni og byrja að pakka.. :P

vignir freyr // 7:16 e.h.
______________________

þriðjudagur, ágúst 08, 2006:

Lærði nýtt orð í dag, "svensknøgle"..

..fyrir þá sem ekki vita þá er það skiptilykill á okkar ástkæra ylhýra. Ástæða þess að ég lærði þetta orð er að ég lenti í vandræðum með hjólið mitt, nánar tiltekið standarann en ég hafði trassað að herða hann síðan ég veit ekki hvenær og það endaði með að hann beinlínis "fór úr lið", get svo svarið það - veit ekki hvernig ég á að orða þetta öðruvísi, allavega sá ég ekki fram á að það væri hægt að laga hann svo ég bað ástu um að lána mér skiptilykil svo við gætum nú hjólað í fyrirætlaða safnaferð (fórum í Dansk Arkitektur Center á Calatrava og uppí skóla að skoða lokaverkefnin frá vorönninni). Setti mér það svo markmið að skipta um standarann í dag (ef ég væri dani myndi ég annaðhvort bíða með það í nokkra mánuði eða sleppa því bara alveg) ég skellti mér semsagt í kvickly og komst að því að standari er "støtteben" á dönsku, já elskurnar mínar, það dugir oft ekki að þýða beint yfir frá íslenskunni.. ef ég væri dönskukennari myndi ég skrifa dönskubók með praktískri dönsku, krakkar kæmust sko alls ekki hjá því að læra hvað allir hjólahlutarnir heita ;)

en annars er það að frétta af vinnumálum þá er ég kominn með nýjan yfirmann, hann Torben yfirþjónn inni á restaurant tók að sér torgið og hann er nú soddan yndi að þetta ætti allt að ganga að óskum.. verð þó feginn að fá mitt tveggja vikna frí, enda veitir manni ekki af að slappa af eftir alla vinnutörnina :)

vinna á morgun, ísland á fimmtudag!

vignir freyr // 5:07 e.h.
______________________

miðvikudagur, ágúst 02, 2006:

Ég er að vinna fyrir algjöran jólasvein, sumt fólkið á vinnustaðnum eru algjörar súkkulaðikleinur, hlífa sér á kostnað annarra.. skrýtið samt að ég veit að eftir sumarið á ég eftir að sakna þess að vinna. Þrátt fyrir allt dramað er vinnumórallinn góður - gæti þetta þó ekki án hennar ástu birnu og steffíar, íslensku mafíunnar minnar eða slúðurvaktin eins og við kjósum sjálf að kalla okkur. Höldum að það sé með ráði gert að við séum sjaldan sett saman á vakt þar sem að annars færi allt úr límingunum (einkum vegna áðurnefndra súkkulaðikleina og yfirmanns sem á von á að vera sviptur titlinum von bráðar - gott ef ekki á morgun).

Var semsagt ekkert smá svekktur þegar ég leit á innborguð laun á mánudaginn var, mætti súr til vinnu enda fékk ég ekki nema þriðjung þess sem ég átti von á. Talaði við eigandann (jólasveininn) sem lofaði mér að leiðrétting væri á næsta leyti. leiðréttingin kom í dag, án þess að fara nánar í þá sálma þá var leiðréttingin vitlaus sem þýðir það að ég fæ fyrst borgað rétt um næstu mánaðamót.. lifi það sosum af, eyði þá kannski minna?? en þetta er ekki til þess að peppa mann upp! sem betur fer er frí á næsta leyti, ekki nema vika og þá er ég floginn til íslands! :) og það verður sko afslöppun, bláa lónið, sundlaugarnar, kaffihús, rölt og náttúra here i come!

vignir freyr // 11:36 e.h.
______________________


This site is powered by Blogger because Blogger rocks!









lífið í gær, í dag og á morgun..




skoða gestabókina
skrifa í gestabókina




forvitnilegir linkar

nýjar myndir! (frá og með nóvember 2005)

hljómeykisferð í skálholt FYRRI HLUTI (mán-fim)

hljómeykisferð í skálholt SEINNI HLUTI (fös-sun)

kíkið endilega á myndirnar mínar! :)

agnes bloggar fyrir landsmenn

ann kristin, norskt kjarnakvendi og arkitektanemi með meiru

arna sigrún bloggar

bloggið hans atla og fleiri skemmtilegheit

ásgeir og blobbið hans kæra

ási bloggar ;)

Begga beib bloggar

bjarni bloggari í húð og hár!

bjöggi málar bæinn bleikan ;)

björk mr-ingur (en þó hafnfirðingur)

bryndís beib bloggar

dularfulla dagga

eleonora og frakklandssögurnar

Elfa og Köbensögurnar

eyvi stórtenór bloggar í (nánast) beinni frá london

erna hlaupadrottning bloggar

eva beib segir okkur allt um lufsurnar í lífi hennar

finney rakel bloggar í beinni

flosi - candy floss

Fríða bloggar

gerður i borg englanna

guðný birna bloggari með meiru

gudni i grenoble

gláran bloggar !

gulli.. heimsborgari með meiru

hallveig ofursópran

hannes og gerður blogga

helgi steinar bloggar í danaveldi

hulda bjarkar bloggar ;)

hljómeykismeðlimurinn hjörtur bloggar

hildigunnur bloggar ;)

hjaltey og gudrún erna :)

hjördís bloggar

íslenskt hommablogg

ingi björn pilot

jóhanna arkitektanemi!

jói bloggar frá USA :)

jón hafsteinn, einstakur medlimur støku!

kaja arkitektanemi!

leifur laganemi bloggar

mýa byrjar (aftur) að blogga :)

palli byrjar að blogga

palli ívars bloggar :p

sunna sveins bloggari með meiru

særún segir svakalegar sögur

telma krumpuvínber :)

tóta beib dauðans bloggari með meiru

þú ert víst hér

forvitnilegri linkar

myndir frá spánarferð kórsins og fleira

kristján með frambærilega síðu! ;)

skólinn minn :)

where everybody knows your name...

gamalt bloggeri

skólinn kenndur við flensuna

Powered by TagBoard Message Board
Name

URL or Email

Messages(smilies)

The WeatherPixie hvernig er vedrid 'skan?

Archives